Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 24. júní 2009

Greek Square tilbúið!

Þá er smáteppið tilbúið. Svona teppi getur maður notað sem dúka hvar sem er.
Ég ætla að hengja það upp á vegg í saumaherberginu. Þar hefur hangið vetrarmynd, sem ég er búin að setja í geymslu þar til næsta vetur.

Ég stakk í öll saumför með ljósum tvinna.

Á heilu bútana stakk ég munstur sem ég fann í EQ6. Ég dró það upp á þunnan pappír og saumaði í gegn.

Þessar blokkir eru oft látnar snúa svona, þó ég hafi valið að láta þær vera "upp á rönd" eða "on point", hvernig sem það er nú þýtt á íslensku.

4 ummæli:

  1. Þetta er mjög fallegt, stungan kemur vel út. Ooog svo bíður maður bara spenntur eftir næsta verkefni ;)

    SvaraEyða
  2. Så hyggelig med besøk fra Island i bloggen min:) Forstå ikke så godt det du skriver, men bildene sier jo mye; du lager nydelige ting!

    SvaraEyða
  3. Det ble et flott teppe! Så flink du er!

    SvaraEyða