Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 3. júlí 2009

Sitt lítið af hverju

Nú er ég búin að vera á sex daga ferðalagi með manninum mínum, þar sem við gistum í flakkarabústöðum KÍ á þremur stöðum á landinu. Góða veðrið bókastaflega elti okkur, en það sem ég sýni hér á myndinni er "veiðin" mín! Ég komst í ÞRJÁR bútasaumsbúðir í þessari ferð, tvær á Selfossi og eina á Akureyri. Að sjálfsögðu "vantaði" mig ótrúlega margt sem ég sá, og ekki skemmdi fyrir að bóndi minn aðstoðaði mig við að tína ýmislegt til sem hann áleit að mig vanhagaði um.

1 ummæli: