
Þessa buddu saumaði ég núna af brýnni þörf. Þegar ég fer í sund er ég með alla þessa bráðnauðsynlegu fylgihluti lausa í sundtöskunni, og þarf svo að tína þá upp og setja í öryggisskápinn, áður en ég fer í búningsklefann.

Núna hef ég allt í buddunni, áður en ég fer af stað, og málið er dautt.

Mér til gleði gat ég notað litla þríhyrninga sem urðu afgangs þegar ég saumaði "Red sky at night", sem er fremst í blogginu mínu.

Nú þarf ég að drífa mig í sund og prófa þetta.
Sæl Hellen. Buddan kemur mjög vel út, þú verður flottust í sundlauginni.
SvaraEyðaÉg gúgglaði drunkard´s path og komst að því að ég verða að vera mjög mjög ódrukkin til að geta saumað þetta eða svo drukkin að ég haldi að ég geti allt :))
Så fin denne var!
SvaraEyða