Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 31. júlí 2009

Bútaútsaumur

Það gerist ekki mikið í bútasaum hjá mér þessa dagana, þótt ýmislegt sé í farvatninu. Ég sit þó stundum við saumavél, en það er þá mest til fataviðgerða og fatabreytinga, og svo þarf að stytta gardínur o.s.frv.
En núna stunda ég þó nokkurs konar bútasaum eða bútaútsaum. Ég fékk þessa uppskrift frá Önnu Björgu í vor, og kolféll fyrir henni. Ég dreif meira segja í að litaflokka árórugarnið mitt, sem er samansafn af afgöngum til margra ára.


4 ummæli:

 1. Sæl Hellen, ég kíki stundum inn á síðurnar ykkar Önnu Bjargar, ætlaði fyrir löngu að vera búin að kvitta fyrir mig. Rosalega gaman að skoða og lesa bloggin ykkar, þið eruð ótrúlegar handavinnukonur, bæði hvað varðar magn og gæði... Þetta síðasta framlag þitt er svakalega flott, ótrúlega sætar bútasaums-útsaumsmyndir :) Hlakka til að kíkja til ykkar í framtíðinni, kv. Berglind Snæland

  SvaraEyða
 2. Sæl, það er langt síðan ég kíkti í tölvuna og var svo búin að blogga áður en ég sá þetta blogg frá þér, nú verð ég að taka myndir af útsaumnum mínum og blogga annað blogg í kvöld :)))

  Og ég er líka byrjuð að flokka garnið mitt :)

  SvaraEyða
 3. Så fine disse små broderiene er! Det er jo nesten som brodert lappeteknikk. Jeg skjønner dessverre ikke alt du skriver. Skal det bli en pute?

  SvaraEyða
 4. Hei igjen!
  Tenk at det er så lite! Imponerende! Blir nok kjempefint som veggbilde. Det går bra at du skriver på islandsk. Jeg skjønner en god del av det, ellers spør jeg jo bare. Norsk og islandsk er jo beslektede språk. Synes det er spennende å lese det du skriver og prøve å tyde hva det betyr. Og selvfølgelig er det jo kjempeartig å se alt det fine du lager.

  SvaraEyða