Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 29. júlí 2009

Vandræði með Helgu

Nú er ég að prjóna mér peysu úr tvöföldum lopa. Mér finnst þessi blái litur svo fallegur. Uppskriftin er af heimasíðu Ístex, og heitir Helga. Hún er gefin út í tveimur stærðum, og prjóna ég þá stærri. Allt gekk upp þar til kom að því að tengja ermar við bol. Munstrið passaði ekki, hvernig sem ég reyndi. Það gekk sýnilega upp í minni stærðinni, og það er augljóslega stærðin sem prufupeysan hefur verið prjónuð eftir, en stærri peysan hefur ekki verið hugsuð til enda.
Eftir að hafa prófað og velt þessu fyrir mér ákvað ég að teikna upp allt sem kom til greina, t.d. að snúa peysunni við og hafa rönguna fyrir réttu, fækka lykkjum í ermum, láta ermarnar í annars staðar en uppskriftin sagði o.s.frv. Lausnin reyndist sú að bæta við 5 lykkjum í viðbót í útaukningunni á ermunum, þannig að í staðinn fyrir að auka út um 10 lykkjur, hef ég þær 15, og þannig gat ég haldið áfram með peysuna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli