
Tvær einbandspeysur komnar í viðbót.

Á viku ferðalagi okkar hjónanna norður á Ströndum núna seinni hlutann í júlí var þetta handavinnan sem ég tók með mér.

Sú lillabláa var reyndar langt komin, og kláraði ég hana og byrjaði á þeirri brúnu. Þegar maður kann munstrið er ágætt að grípa í þetta þegar tóm gefst.

Þetta eru svo litirnir sem verða á næstu tveimur. Það er ótrúlega gaman að prjóna úr svona fallegum litum. Ístex er búið að setja á markaðinn marga nýja liti í einbandinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli