Þetta dúkkudress prjónaði ég um daginn, þegar ég hafði ekkert annað á prjónunum. Mér finnst mest gaman þegar ég get gert eitthvað úr afgöngum, látið garnrestar og efnisbúta verða að einhverju. Ég á töluvert af garni, og hef verið dugleg að búa til ýmislegt úr því, t.d. teppi, og svo er mjög gaman að gera dúkkuföt eða barnaföt. Garnið í þessu dressi kemur úr dánarbúi frænku mágkonu minnar, sem lét ýmislegt þaðan ganga til mín. Það var í hespu, ekki dokku, og þurfti ég að vinda það upp. Svo var það velkt, og þegar ég var búin að prjóna, varð ég að þvo flíkurnar, því það voru blettir í þeim!
Takk fyrir daginn! Ég var búin að sjá þetta fallega dress með eigin augum en get ekki orða bundist um myndatökuna, hún er alveg frábær, þetta er eins og í flottustu kántrý-blöðunum. Kannski verðurðu ljósmyndari þegar þú verður stór.
SvaraEyða