Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 5. ágúst 2009

Ég fékk pakka frá Noregi!

Í dag, þegar við hjónin komum heim úr jarðarför sr. Halldórs S. Gröndal, sem gifti okkur og skírði eldri son okkar, þá beið mín pakki frá Noregi! Hann var frá Oddbjörg, sem er með bloggsíðuna My Creative Corner. Hún saumaði svo falleg veski um daginn, og ég kommenteraði og sagðist ætla að sauma svona sjálf þótt ég ætti reyndar ekki munstur. Stuttu seinna sendi Oddbjörg mér póst og vildi kaupa svona munstur fyrir mig og gefa mér! Ég gat ekki annað en þegið það, því mig langaði svo í þetta, og nú er það komið! Frábær kona!!
Oddbjörg, du var den förste norske blogger som kommenterte pa min  blog, og dette er ogsa förste gang jeg far en gave via bloggen! TUSEN TAKK!!
Svo kom fallegt kort með.


4 ummæli:

 1. Godt å høyre at du har fått brevet frå meg. Gled meg til du har fått sydd den første toalettveska.

  SvaraEyða
 2. Mikið er þetta fallega gert hjá þessari konu.
  Það er nú frábært hvað það er til margt dásamlegt fólk á þessari jörð okkar :)
  Hlakka til að sjá þig
  Kveðja Ásta Björns.

  SvaraEyða
 3. Ótrúlegt hvað það er gott að eiga svona bloggvinkonur um allan heim, alltaf er maður að græða, bæði vinskapinn, andagiftina og stundum læðast svona góðir pakkar inn um lúguna, heppin þú :)

  SvaraEyða
 4. Ótrúlegt hvað það er gott að eiga svona bloggvinkonur um allan heim, alltaf er maður að græða, bæði vinskapinn, andagiftina og stundum læðast svona góðir pakkar inn um lúguna, heppin þú :)

  SvaraEyða