Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 31. ágúst 2009

Budduóð kona

Anna Björg heldur því fram í athugasemdum á síðustu færslu minni að ég sé budduóð! Ég ætla því að sýna nokkrar myndir til að sýna hversu alvarlegt æðið er. Þessar hringbuddur gerði ég fyrir 2-3 árum eftir uppskrift af netinu. Mér finnst skemmtilegt að gera þær. Í þessari geymi ég þráð til að handstinga með og allt sem til þarf.
Hér er smá útsaumur geymdur, Noah´s Ark að þessu sinni.
Þessa þykir mér vænt um, því fyrir 25 árum, þegar ég gekk með yngri son minn, saumaði ég þrjú svona hringlaga stykki í höndunum, en gerði ekkert meira með þau, þangað til mér datt í hug að nota þau í svona buddu. Tvö efnin eru meira að segja afgangar úr óléttukjól sem ég saumaði á meðgöngu eldri sonarins.
Í henni geymi ég það sem þarf til harðangurs- og klausturssaums (ég ÆTLA að sauma eitthvað einhvern tímann úr því!)
Þessar þrjár eru ábyggilega 10 ára gamlar. Við hittumst nokkrar budduóðar konur í vinnunni og saumuðum okkur buddur í þremur stærðum. Ég hef gert margar svona og gefið líka.
Í fyrra saumaði ég þessar eftir munstri frá Lise Bergene. Ég geymi rennilása í þeirri með hjartað, en hin býr annars staðar.

7 ummæli:

  1. Hellen, þetta eru frábærar buddur og ég verð að viðurkenna að ég er sjálf mjög hrifin af bútasaums-buddum og töskum, þannig að það var nú kannski pínulítil öfund í síðustu athugasemd ;)

    SvaraEyða
  2. Sæl
    Ég skoða síðuna þína reglulega. Virkilega fallegir hlutir sem þú gerir, fyllist líka eldmóð ef ég er dottin úr stuði. Takk fyrir að fá að fylgjast með handavinnunni þinni.
    Kveðja
    Anna

    SvaraEyða
  3. Skil alveg þessa budduáráttu - er líka með buddu- og töskudellu :-)

    SvaraEyða
  4. Gleymdi að skrifa undir síðustu athugasemd! - Elín Guðjónsd.

    SvaraEyða
  5. Flottar buddur sem þú hefur gert, sérstaklega þessar á síðustu myndinni. Gaman að sauma buddu úr efnum sem geyma svona minningar.

    SvaraEyða
  6. Þær eru algjört æði :) :)

    Kv. Gerða

    SvaraEyða