Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 19. júní 2009

Smáteppi á leiðinni

Eins og ég hef áður skrifað hér þá er ég mjög hrifin af klassískum, amerískum teppum með reglulegu munstri. Mig langar til að prófa að sauma fullt af blokkum, en maður getur ekki fyllt allt af stórum teppum
Þess vegna finnast mér smáteppi eða "miniature quilts" algjör snilld. Þessi blokk heitir í EQ6 forritinu mínu Greek Square, en trúlega hefur hún fleiri nöfn. Mér finnst hún ótrúlega falleg, en mjög einföld og algeng.

Ég teiknaði teppið upp með 4 tommu blokkum, valdi liti og byrjaði að sauma.

Áfram var saumað, og svo rifið úr með frímerkjatöng að vopni. Á meðan ég gerði það horfði ég á skemmtileg vídeó í tölvunni.

Núna er ég búin að sauma kantana á og sýni það tilbúið næst.





4 ummæli:

  1. This quilt is just adorable! And what a nice blog!

    SvaraEyða
  2. I like this quilt too! Your blog is very nice!

    SvaraEyða
  3. Ég hlakka til að sjá þetta fullklárað.

    SvaraEyða
  4. Dette blir fint! Jeg har også prøvd å sy på papir. Det er veldig lurt på sånne små blokker for alt blir så nøyaktig. Gleder meg til å se det ferdig!

    SvaraEyða