
Þessa lopapeysu kláraði ég sunnudaginn fyrir viku síðan, og var að fara í hana í fyrsta skipti í dag!Hún er prjónuð úr tvöföldum plötulopa á prjóna nr. 7. Litirnir koma því miður ekki alveg réttir út á myndunum, hún virðist grá og bleik, en er svört og dökkrauð með ljósgráu.

Ég keypti náttúrulegar skelplötutölur í Gallerý Söru. Þær eru fisléttar miðað við stærð og fallegar.
Til gamans ætla ég að geta þess að þessi færsla í dag er sú
hundraðasta hjá mér.