
Ég var að fletta í gegnum bloggið hennar
LeKaQuilt, sem er mjög fallegt og áhugavert, og þá sá ég mjög einfalda hugmynd, sem ég er alveg hissa á að mér skuli ekki hafa dottið sjálfri í hug.

Kannist þið ekki við það þegar þið eruð að sauma í höndum, kannski í hægindastól í stofunni, að það er eins og maður geti ekki almennilega lagt frá sér skærin, nálina, tvinnann o.s.frv.?

LeKaQuilt saumaði sér litla mottu fyrir smáhlutina! Auðvitað þurfti ég að gera svona líka. Ég ákvað að hafa þríhyrninga, því ég átti fullt af þannig afskurði úr öðrum teppum.

Ég prentaði út pappírssnið í hæfilegri stærð úr EQ6, þannig að hver ferningur er ein og hálf tomma.

Svo stakk ég í saumförin og líka fríhendis og voila!!