
Í sumar datt ég aðeins í kjólasaum. Þennan svarta og skræpótta var ég reyndar að klára í dag. Ég saumaði hann upp úr Emamikjólnum sem ég saumaði mér í fyrra, og bætti við munstraða efninu.

Ég var búin að nota þann kjól töluvert, en ákvað svo að nóg væri komið, og notaði efnið í annan kjól, enda ekkert mál að sníða upp úr honum því hann er bara beint, stórt stykki.

Hér er svo hálfsíður kjóll frá í sumar, saumaður eftir sama sniði og þessi fyrir ofan. Þennan nota ég með buxum.

Það átti að rykkja kjólinn í bakið og leggja eitthvert sérstakt teygjuefni undir til þess, en ég fékk það hvergi. Hins vegar sá ég leiðbeiningar á netinu um það hvernig hægt er að rykkja með því að setja teygjutvinna í spóluna á saumavélinni, og það tókst svona líka vel.

Þessi kjóll er svo eftir öðru sniði, og ég valdi þá útfærslu að hafa teygju í faldinum, og nota hann bæði með leggings og buxum.
Allir kjólarnir eru úr teygjuefni.
Bæði sniðin eru frá
Onion