Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 22. mars 2011

Prjónaðir klútar

Vegna þess að ég verð alltaf að hafa eitthvað á prjónunum, þá er ég auðvitað búin að prjóna fullt af borðtuskum, sem eru í stöðugri notkun, meira að segja rauðar og grænar fyrir jólin. Þetta eru bestu borðtuskurnar, svo það var sjálfgert að leggja þessum gömlu, keyptu.
Svo háttar þannig til að á öðru baðherberginu hér heima er ég með viðarborðplötu undir vaskinum, og vil helst hafa klúta undir sápunum til að ekki liggi vatn á borðinu. Þá datt mér allt í einu í hug að prjóna klútana til þess arna. Ég prjónað fjóra, og notaði slétt og brugðið í ýmsum útgáfum. Ég fitjaði upp u.þ.b. 60 lykkjur og notaði prjóna nr. 3. Garnið heitir "Mor Aase" og fæst í Mólý í Kópavoginum.

2 ummæli:

  1. Þetta er svo fallegt og smekklegt eins og alltaf þegar þú átt í hlut.

    SvaraEyða
  2. Så fina dukar för praktisk användning!
    Ha en bra dag!

    SvaraEyða