Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 5. mars 2011

Taska utan um iPad

Ég eignaðist iPad fyrir tveimur vikum, og vantaði hlífðartösku utan um hann. Ég var ekki nógu spennt fyrir töskunum sem Eplið selur, svo ég ákvað að reyna að sauma sjálf. Ég skoðaði töskur á netinu, og sá eina sem var eitthvað í svipuðum dúr.
Efnið keypti ég í Storkinum. Það er frá Kaffe Fassett, úr Westminster línunni. Ég notaði tvöfalt bómullarvatt, og saumaði það ásamt yfirborði og bakefni, og svo fóðraði ég það líka með bómullarpoka innan í, þannig að lögin eru fimmföld í allt.
Svo ákvað ég að hafa pokann opinn í annan endann til að hægt væri að hlaða tölvuna í honum, en margar töskur sem ég skoðaði á netinu eru með loki sem brettist yfir eða með rennilás. Handgerðu viðartölurnar átti ég.

2 ummæli:

  1. Kjekt futteral du har sydd! Sokkene (i forrige innlegg) vil nok varme godt på føttene.
    Ha en fin lørdag!

    SvaraEyða
  2. Tack för en så fin idé, den skall jag gör en likadan!
    Ha en bra dag!

    SvaraEyða