Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 17. maí 2011

Hrærivélarhlíf

Ég hef ætlað að sauma hlíf á hrærivélina mína í 25 ár, eða frá því ég keypti hana. Svo þegar ég sá þetta snið frá henni Elínu Guðjónsdóttur, vissi ég að tíminn var kominn! Mér finnst það svo flott og vandað hjá henni í alla staði. Sniðið er hægt að kaupa hjá henni sjálfri og líka í Quiltkörfunni. Netfangið er elingu@emax.is
Sniðið passar á Kitchenaid hrærivélar, en ég á Kenwood, svo ég þurfti að breyta því aðeins. Ég saumaði fyrst prufuhlíf úr óbleikjuðu lérefti og tók ca. 5 cm neðan af hlífinni allan hringinn. Ég minnkaði sultukrukkumótívið og hænuna niður í 85% í ljósritunarvél áður er ég sneið, en lét stærðina á blómakransinum öllum halda sér. Svo hafði ég miðjustykkið hálfri tommu breiðara en uppskriftin sagði til um. Og þá smellpassar hún líka á hrærivélina mína, sem á nú loksins eitthvað til að fara í....

4 ummæli:

  1. Mikið er þetta fallegt hjá þér Hellen mín.
    Erla og Guðbjörg

    SvaraEyða
  2. Flott hlíf hjá þér, örugglega allt annað að sjá borðið þar sem hún stendur.

    SvaraEyða
  3. Þetta er fallegt Hellen :)
    Kveðja, Ásta

    SvaraEyða
  4. Hellen, þú ert einstaklega vandvirk og með fallegan smekk, þessi hrærivélarhlíf er mjög falleg.

    SvaraEyða