Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 12. júlí 2013

Blómapúði

Þennan púða sá ég fyrir löngu á blogginu Attic24, sem er mjög falleg síða. Garnið er Bomul og sport frá Gjestal. Ég heklaði hann reyndar úr uppraki af þremur öðrum púðaborðum sem mér fundust aldrei falleg.

Svo tókst mér að misskilja uppskriftina, og þá búin að ganga frá öllum endum, þannig að hann er heklaður úr mislöngum garnendum sem kostuðu mikinn frágang. En....ég er ánægð með hann, og það var gaman að hekla hann.

Mig langar að hekla annan úr garni sem skiptir sjálft litum, gæti trúað að það væri skemmtilegt.

Uppskriftin er HÉR.

 

3 ummæli:

  1. Å, kjempefin pute! Teppet bak ser også veldig fint ut!

    SvaraEyða
  2. Rosalega er þetta fallegur púði.

    SvaraEyða
  3. Gaman að sjá fleiri myndir :) Já það væri miklu fljótlegra að hekla með garni sem breytir um lit, kanski Katia Bombay kæmi vel út í það. En hann er mjög flottur hjá þér og gaman að finna bloggið þitt.

    SvaraEyða