Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 20. desember 2013

Hjartaklútar

Það er spurning hvort maður eigi að setja allt á bloggið sem telst til handavinnu, ég geri það ekki, en ákvað að leyfa þessu að fara.

Ég nota svona klúta stöðugt, og eru þessir prjónaðir úr afgöngum. Munstrið lærðist strax, svo þetta varð fínt sjónvarpsprjón.

Hér kemur hjartað út í sléttu prjóni.

Munstrið er úr þessu 32 ára prjónamunsturblaði. Ég fitjaði upp 57 lykkjur, þá fékk ég 5 munstur á lengdina, og 6 raðir upp.

 

1 ummæli:

  1. Mér finnst það ekki spurning heldur hvort maður hafi tíma til að mynda og skrifa svolítið um allt. Það er ótrúlegir hlutir sem hafa kveikt hjá mér løngun til að gera sjálf. Takk fyrir að deila.

    SvaraEyða