Þessi teppi saumaði ég til að gefa í söfnun handa úkraínskum börnum sem dvelja hér vegna stríðsins.
Verslunin Pfaff á Grensásvegi sendi út beiðni og tók við þeim fyrir hönd hjálparsamtaka sem óskuðu eftir teppum í ýmsum stærðum fyrir börn, og var sérstaklega óskað eftir bútasaumsteppum. Þessi teppi eru rúmlega 80 x 100 cm. Merkimiðana aftan á þeim hafði ég viljandi í gulu og bláu fánalitunum.
Ég tók glöð þátt í þessu og veit að það gerðu fleiri því nú þegar hafa nokkrir tugir teppa verið afhentir, og verkefnið heldur áfram.
Teppin eru saumuð úr efnum frá Panduro, en það eru helstu efnin úr safninu mínu sem passa í teppi fyrir börn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli