Stelpurnar voru allar staddar hér í heimsókn og ráku augun í efnið inni í saumaherberginu mínu og komust að því að ég ætlaði að sauma pennaveski eða buddu handa þeim. Þær fóru á flug og höfðu alveg skoðanir á því hvað þær vildu. Tvær vildu hafa kisu á sínum, ein vildi slaufu og nafnið sitt með útlínustöfum. Mér tókst að uppfylla óskirnar að mestu leyti og þetta varð útkoman. Efnið í veski stráksins þurfti ekki neinn skrautsaum og setti ég bara nafnið hans á það.
Svo keypti ég smá dót, skriffæri og þess háttar og setti í þau. Allir kátir með þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli