Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 5. júlí 2023

Bugða


Þetta er sjalið Bugða. Var búin að veita því athygli í Garnbúð Eddu síðan uppskriftin kom út og dreif mig loksins í verkið. Ég átti allt í það nema bleiku tónana þrjá fyrir miðju. Þá keypti ég í mini hespum á Prjónagleðinni á Blönduósi í sumar og var þá byrjuð að prjóna fyrsta hlutann. 


Uppskriftin gerir ráð fyrir prjónastærð 3,5 en ég notaði prjóna nr. 4, finnst það koma vel út þannig, enda prjóna ég frekar fast. Bleikyrjótta garnið í fyrsta hlutanum er frá Dóttir Dyeworks, þrír bleiku tónarnir í miðjubekknum og í affellingunni frá Mal og dökk gráa garnið frá Rohrspatz&Wollmeise. Uppskriftin er eftir Eddu Lilju Guðmundsdóttur.

Það var gaman að prjóna þetta sjal, uppskriftin vel gerð og ég er farin að plana annað í öðrum litum.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli