Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 27. janúar 2009

Dúkkuteppi og myndir

Ég hef alltaf haldið upp á húsamyndir og stjörnur, og því var ekki erfitt að velja myndir til að sauma í rammana. Ég fann myndirnar í EQ6 forritinu mínu, og lét þær passa í rammana og saumaði svo auðvitað með pappírssaumi. Ég setti mjög þunnt vatt á bak við, en stakk ekkert. Svo get ég alltaf skipt út myndum!

Svo fá þær auðvitað að hanga saman á vegg.


Mig langaði alltaf að sauma þetta munstur, en ákvað bara að gera "dúkkuteppi". Ég gerði skapalón eftir munstri úr EQ6, og notaði afganga að mestu.


Ég hef stundum séð þetta kallað glasamunstur.


Teppið er stungið í saumförin, eða "in the ditch"




1 ummæli:

  1. Gaman að hafa eitthvað til að hlakka til þegar maður sest við tölvuna, síðan þín er sú fyrsta sem ég opna. Smámyndirnar þínar koma mjög vel út.
    Kv. AB

    SvaraEyða