Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 24. október 2010

Ný Helga

Nú er ég búin að prjóna aðra "Helgu", en ég prjónaði bláa í fyrra.
Hún varð of stór, svo ég prjónaði minni stærðina núna, og nú er hún fín. Ég notaði tvöfaldan plötulopa. Mér finnst mjög gott að hafa háan kraga á lopapeysum, því þá hneppi ég bara kragann í stað þess að nota trefil ef ég er úti í peysunni í kulda.
Tölurnar keypti ég í Gallerí Söru. Undanfarið hef ég bara keypt skelplötutölur í peysur sem ég hef prjónað. Þær eru bæði léttar, hlutlausar og smart! Uppskriftin er hér. P.s. Varðandi uppskrift af vagnhosum, sem tvær konur hafa spurt mig um: Ég kann ekki við að birta hana nema að fá leyfi hjá þeirri sem gaf mér hana, og ætla að reyna að hafa samband við hana og sjá hvað hún segir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli