
Settist loksins niður við saumavélina. Þessar litlu mottur hef ég séð um allt á bloggunum undanfarið. Þær eru kallaðar Mug Rugs, og eru til í alls konar útfærslum. Ég "gúgglaði" með myndaleit áðan, og sá margar.
LeKaQuilt hefur saumað margar undanfarið, allar mjög flottar hjá henni. Mig vantaði einmitt mottu undir tebollann sem ég drekk í stofunni á kvöldin, svo nú er það mál leyst.

Ég notaði auðvitað EQ7 forritið mitt til að teikna í rétt mál, og prentaði eplið út og saumaði í pappír. Svo gerði ég nokkrar aðrar útgáfur, sem ég nota sauma kannski seinna. Mottan mín varð 6 x 9 tommur.
Flott Mug Rug ! Er det ikke morro å sy dem ??
SvaraEyðaGlemte å si: Forstsatt god jul, håper du får en fortsatt fin advent :o)
SvaraEyða