Nú er orðið langt síðan ég hef sett nokkuð hér á bloggið, enda hefur ekki verið mikið að sýna. Allur tími og orka hefur farið í búferlaflutninga okkar hjóna. Ég náði þó að prjóna þennan kjól á minnstu frænkuna mína, hana Salvöru Veigu, sem varð eins árs þann 5. mars. Uppskriftin er úr Prjónablaðinu Ýr, úr blaði nr. 42.
Ég tók líka upp saumavélina til að sauma gardínur fyrir stofuna, fimm lengjur. Það var voða gott að sauma dálítið aftur. Nú erum við á fullu við að koma okkur fyrir á nýju heimili og nýtt saumaherbergi er að taka á sig mynd.
GLEÐILEGA PÁSKA!
Mikið er nú gott að fá blogg frá þér aftur. Kjóllinn er mjög fallegur :)
SvaraEyðaMjög flottur kjóll hjá þér. Manstu í hvaða tinnu blaði hann er?
SvaraEyðakv
Berglind Haf
Sæl, Berglind!
SvaraEyðaUppskriftin var úr Ýr nr. 42.
Kveðja, Hellen
Flottur kjóll og svo gaman að hafa hann svona fallega bláan. Gaman að fylgjast með hannyrðunum þínum og bloggið þitt í uppáhaldi hjá mér
SvaraEyðaSå underbart vacker klänning!
SvaraEyðaTrevlig helg!