Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 14. júní 2021

Alise finjakke

Fyrir fjórum árum prjónaði ég svona peysur á tvær eldri ömmustelpurnar. Önnur þeirra notaði sína peysu sérlega mikið, og man ég eftir henni í henni bara fyrir nokkrum mánuðum. En þær peysur voru prjónaðar í stærð fyrir tveggja ára, og stelpurnar verða sex ára í sumar! Ótrúlegt hvað peysan hefur enst lengi á henni.

Þess vegna skellti ég í aðra og hafði hana á sex ára að þessu sinni. Notaði sama garn og síðast, Mandarin petit, sem kemur mjög vel út í þessum peysum.

Bakstykkið er alveg sérlega fallegt og gaman að prjóna það. Þessi peysa er mjög fín yfir alls konar kjóla. Uppskriftin er úr Klompelompe, strikk året rundt. Ég tek það fram að peysan er snjóhvít, en einhvern veginn varð hún það ekki á myndunum, sama hvað ég reyndi.

 

1 ummæli: