Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 10. júní 2021

Borðmottur

Þessar borðmottur eru minni en aðrar sem ég hef saumað, enda ætlaðar í húsbílinn okkar, þar sem matborðið er lítið. En þar sem plastdiskarnir og bollarnir eiga það til að renna aðeins til á borðinu þegar við fáum okkur að borða og hallinn á bílnum kannski ekki alveg réttur, þá þurfa að vera mottur.

Ég mældi út hvað þær þyrftu að vera stórar til að rúma það sem við notum, og eru þær 35 x 21 sm. Svo á ég þetta skemmtilega munstur í útsaumsvélinni, upplagt að nota það. Öll efnin, nema einlita hörefnið, voru keypt á bílskúrssölu í Grafarvoginum í vetur og vor. Þar keypti ég falleg efni í kílóavís á frábæru verði, alls konar gömul og nýleg efni úr Virku. Fór nokkrar ferðir, dugði ekki minna. Fékk slatta af Thimbleberries efnum, sem hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér en eru hætt í framleiðslu.


 Svo stakk ég með nokkrum gerðum af bútasaumssporum sem eru í saumavélinni minni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli