.
Lauk við stjörnuteppið á sunnudagskvöldið.
Fyrst var ég að spá í að stinga hverja stjörnu 1/4 tommu frá kanti. En eftir að hafa stungið teppið í öll saumför, með tilheyrandi snúningum, þá sá ég að það yrði ansi mikil vinna. Hverri stjörnu hefði ég orðið að snúa 16 sinnum, og margfaldið það með 24!
Ég skoðaði bækur og hugsaði málið, og þá sá ég að beinar línur yrðu bæði auðveldastar og rökréttar, þannig að ég stakk teppið horna á milli, þannig að það mynduðust ferningar. Munstrið á teppinu studdi líka þannig stungur.
Kantinn stakk ég á frá réttunni, saman brotinn, og hafði ég hann samsettan úr efnunum úr stjörnunum.
Heildartala yfir síðuflettingar
mánudagur, 27. apríl 2009
laugardagur, 25. apríl 2009
Litlir sokkar
Þessum sokkum var ég að ljúka við að ganga frá. Ég var búin að sjá þá víða á netinu, en fann aldrei neina uppskrift að þeim. Ég eyddi heilmiklum tíma í að leita að uppskriftinni en fann hana aldrei.
Svo rakst ég á hana af tilviljun hér. Þessir hvítu eru í stærð fyrir 3 mánaða.
þriðjudagur, 21. apríl 2009
Dresden Plate
miðvikudagur, 15. apríl 2009
Kjóll
þriðjudagur, 14. apríl 2009
Baktus trefill og rauð peysa
mánudagur, 13. apríl 2009
Páskaborðmottur
sunnudagur, 12. apríl 2009
Vordúkurinn tilbúinn
föstudagur, 10. apríl 2009
Vordúkur
Ég lauk við að setja saman stjörnuteppið í gær og ætlaði að setja kantana á og klára það. Fór í Rúmfatalagerinn og keypti bakefni. Þá sá ég að ég átti ekki nógu mikið af brúna efninu í kantana. EQ6 sagði að ég þyrfti 1 og 1/8 yards í þá, og ég á minna en það. Virka er lokuð fram yfir helgi svo ég verð að bíða.
miðvikudagur, 8. apríl 2009
Vesti úr lopa
þriðjudagur, 7. apríl 2009
Annar páskalöber
mánudagur, 6. apríl 2009
fimmtudagur, 2. apríl 2009
Páskadúkur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)