Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 13. maí 2009

Bjálkakofi

Þetta teppi með bjálkakofamunstri, eða "log cabin"munstri, gerði ég fyrir um einu og hálfu ári síðan.
Þetta er eitt af þeim klassísku, amerísku bútasaumsmunstrum, sem hafa alltaf heillað mig. Ég lét EQ6 forritið um að raða bútunum upp fyrir mig, það kemur með alls konar útfærslur á því.

Ég stakk í saumförin, og hafði svo krákustíg í rauða hluta bútanna, en notaði bylgjumunstur úr Husqvarnasaumavélinni minni, sem ég átti þá, í ljósa hlutann.

Ég hef notað ýmsar aðferðir við að sauma bjálkakofa. Fyrst gerði ég það þannig að ég hafði hverja ræmu eins langa og hún var, og klippti hana til þegar ég var búin að sauma. Eftir að ég kynntist pappírssaumi fór ég að sauma með honum, og það verður mjög nákvæmt þannig og ekkert skakkt. Svo þegar ég gerði þetta teppi notaði ég stiku, sem kemur frá Marti Mitchell, þar sem hún er með tvær breiddir af ræmum sem maður getur valið um. Svo er kvarði sem sýnir lengd hvers einasta búts, þannig að maður sker fyrirfram í nákvæmar lengdir og lætur allt passa þegar saumað er saman. Stikunni fylgir líka bók, og á ég eftir að prófa ýmislegt úr henni, t.d. að fá bylgjuhreyfingar í munstrið.
2 ummæli:

  1. Teppið er mjög fallegt Hellen. Sniðug þessi stika. Ég sé alltaf betur og betur hvað ég þarf að læra betur á EQ, eins og t.d. að láta það raða upp í mynstur.

    SvaraEyða
  2. Nydeleg log cabin teppe!! Takk for helsing på bloggen min!

    SvaraEyða