
Þá er kjóllinn tilbúinn og hann smellpassar.

Mér fannst ótrúlega gaman að prjóna hann, því ég gat prjónað og prjónað, og svo er lítill frágangur á eftir.

Það er kannski orðið of hlýtt í veðri fyrir svona kjól núna, en hann bíður þá bara haustsins.

Ég notaði ekki nema 6 gráar dokkur og tæplega eina rauða.
Vá!! Glæsilegur!! Ég hlakka til að sjá þig í kjólnum.
SvaraEyðaVá Hellen þú ert algjör snillingur. Þú verður að leyfa okkur að sjá þig í honum. Hann er svakalega flottur.
SvaraEyðaKjóllinn er meirháttar. Þú verður eiginlega að sýna þig í honum. Til hamingju með hann og nýju vélina þína.
SvaraEyða