
Ég prjónaði þessi dúkkuföt um helgina úr afgangsgarni frá prinsateppinu "hinu fyrra". Uppskriftin er úr Mayflower bæklingi.

Svo er ég með einbandskjólinn "Miðju" á prjónunum núna. Ég er komin upp að höndum, þarf að fitja upp á ermum næst. Ég var lengi að ákveða hverning ég ætti að hafa kjólinn, en komst svo að þessari niðurstöðu, sem sést á myndinni. Ég hef séð tvær konur í svona einbandskjólum, mjög ólíkum, en báðum fallegum.

Svo gríp ég alltaf annað slagið í prinsateppið "hið síðara". Er að verða búin með helminginn af ystu blúndunni, en ég er ekkert að flýta mér með þetta, fínt að geta tekið í þetta þegar ég hef ekkert annað. Maður verður jú alltaf að hafa eitthvað á prjónunum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli