Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 27. júlí 2011

The Eldredge E

Ég datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Lengi, lengi hefur mig langað í svona gamla saumavél, og helst af öllu eintak, sem hefur tilheyrt fjölskyldunni. Ég vissi af einni hérna áður fyrr, en hún var glötuð.
Ég var því aðeins farin að kíkja á vélar í antikbúðum, en langaði samt mest að fá vél tengda fölskyldunni eða öðrum kunnugum.
Í gær heyrði yngri bróðir minn mig tala um þetta, þar sem við hittumst í kaffi, og viti menn! Hann sagðist þá vera með svona vél í geymslunni hjá sér, sem hann hafði bjargað fyrir mörgum árum frá því að vera hent! Hann sótti vélina og færði mér hana!!! Hún var áður í eigu látinnar frænku okkar.
Brosið fór ekki af andlitinu á mér þegar ég ók heim með vélina í skottinu. Ég þurrkaði aðeins af henni og stillti henni upp, og er alveg rosalega ánægð með útlitið á henni, hefði ekki getað verið heppnari með eintak. Mér leið í gær eins og komin væru jól!

6 ummæli:

  1. Vilken underbar antik symaskin du lyckats hitta! Vacker är den med sina sirliga dekorationer.
    Ha en bra dag!

    SvaraEyða
  2. what a sweet little machine :)
    Karen
    http://karensquilting.com/blog/

    SvaraEyða
  3. Til hamingju með vélina, mikið áttu góðan bróður.

    SvaraEyða
  4. Mikið var gaman að líta í "Saumaherbergið". Þú ert greinilega mjög iðin hannyrðakona ... ég væri svo sannarlega til í að hafa bara pínulítið af þessum handavinnuhæfileikum þínum Hellen!
    Til hamingju með allt þetta og ekki síst fallegu gömlu saumavélina.
    Bestu kveðjur.

    SvaraEyða