Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 11. ágúst 2012

Hús saumuð úr afgöngum

Hér kemur afrakstur sumarsins í bútasaumi. Ég er alltaf hrifin af húsamótífum, og hér á síðunni minni er tengill í blogg sem heitir Building Houses from Scraps. Ég hef ekki skoðað síðuna mjög nákvæmlega, en mér sýnist þetta vera hópur, þar sem allar eru að sauma hús úr afgangsbútum eingöngu, og flestar í höndum. Mér skilst, að sú sem á síðuna síðuna, selji snið.

Ég fann einhvers staðar út að þetta væru 3" blokkir, og bjó mér til snið í EQ7 og saumaði með pappírssaumi. Teppið varð ca. 20x20" að stærð.

Ég var mjög samviskusöm og notaði bara búta úr afgangakassanum mínum í húsin sjálf. Sumir eru eldgamlir, og gaman að kynnast þeim aftur.

Að lokum lét ég verða af því að merkja teppið. Ég á fullt af þessum merkimiðum úr taui, og þarf að taka skurk og merkja nokkur eldri teppi og dúka. Ég er með textann í minninu á saumavélinni, svo þetta á að vera lítið mál.

3 ummæli: