Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 11. september 2009

Bláa lopapeysan endurbætt

Ég ætlaði nú ekki að setja þetta á bloggið, en læt vaða. Það gerði ég líka þegar ég klippti peysuna í sundur á tveimur stöðum síðasta laugardag. Ég var ekki ánægð með síddina og víddina fyrir neðan mitti. Það var líka flái í listanum. Svo annað hvort var að henda peysunni upp í skáp eða að reyna að laga þetta. Ég klippti listana af, og klippti svo stykki úr peysunni, við mittislínuna og dálítið fyrir ofan stroffið að neðan.
Síðan tók ég upp lykkjurnar á neðsta stykkinu og prjónaði nýtt inn í eins og ég vildi hafa það. Ég tók inn miklu ofar en ég hafði gert áður, og hafði peysuna styttri. Svo lykkjaði ég neðra stykkið við efra stykkið, og gerði svo nýja lista, miklu stífari en áður og breiðari líka.
Ég er miklu ánægðari með peysuna núna og hún situr allt öðruvísi á mér.
Svo heklaði ég síðustu umferðina á listunum svarta.

1 ummæli:

  1. Þú ert ótrúleg Hellen, að þora þessu. Peysan er mjög falleg svona. Vildi að ég hefði bara lítinn hluta af þessu hugrekki þínu.

    SvaraEyða