Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 6. september 2009

Kennslu(konu)gögn

Nú í haust hef ég verið að sauma kennslugögn úr filti. Annað er veggteppi þar sem hægt er að raða alls konar myndum og texta í samræmi við það sem verið er að læra hverju sinni.
Nú erum við t.d. með þema um bílinn. Aftan á allt lauslegt er límdur franskur rennilás, sem festist auðveldlega við fíltið.

Önnur útgáfa er svo þessi laufblaðalengja.

Eins og sjá má er verið að leggja áherslu á plúsheiti tölunnar tíu. Allt er þetta stolið og stælt. Anna Björg fékk skemmtilegan bækling á námsgagnasýningu í Birmingham í fyrra, og þar voru svipaðar hugmyndir sýndar.
Engin ummæli:

Skrifa ummæli