Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 13. september 2009

Herrasokkar

Þessa ullarsokka var ég að prjóna á eldri soninn. Þeir eru úr Fabel sokkagarni, sem fæst í Föndru. Þeir eru prjónaðir á prjóna no. 2,5, og er uppskriftin innan á miðanum, sem er utan um garnið. Uppskriftin er mjög góð, og prjóna ég báða sokkana samtímis, þó ekki á sama prjóni eins og sumir gera, heldur á sitt hvoru pjónasettinu.

2 ummæli:

  1. Æðislega flottir! Fallegir litir í þessu garni. Verð að læra að prjóna svona tvo sokka / tvær ermar í einu :)

    SvaraEyða
  2. Flottir sokkar. Ég hef aldrei heyrt það áður að það sé hægt að prjóna báða sokkana í einu á sama prjóni, vá!

    SvaraEyða