Þá er ég búin að ganga frá krosssaumsmyndinni sem ég byrjaði á snemma í sumar.
Ég notaði eingöngu garnafganga í bútana sjálfa og það var oft heilmikil þraut að láta litina ganga upp, því sumt kláraðist og þá varð ég að nota annað í staðinn, og svo þurfti að vera visst jafnvægi líka.
Ég er svo veik fyrir rauðu, að ég varð að stilla mig um að kaupa viðbót af þeim lit, en þurfti svo hvort sem er að kaupa lit til að sauma á milli allara bútanna sem "sashing", og þá valdi ég að sjálfsögðu rautt!
Ég stakk í höndum kringum hvern einasta bút, yfir eitt spor og undir eitt, og þá kom dálítil lyfing í bútana.
Svo setti ég bara vatt og bak, og kant eins og venjulega, og stakk þrjár umferðir í höndum í kring.
Uvant med slikt broderi sammen med stoff, men det bke riktig fint!
SvaraEyðaÞetta er mjög flott hjá þér.
SvaraEyðaÞetta er skemmtileg samsetning Hellen. Kveðja frá Edinborg sem er alltaf jafn falleg:-)
SvaraEyðaÞetta kemur mjög vel út, mér finnst kanturinn passa fullkomlega við myndina, handstungan fullkomnar svo verkið.
SvaraEyðaMér finnst rauði liturinn í rammanum kalla fram dýpt í útsaumnum. Mjög flott.
SvaraEyðaKv. Guðrún Lilja
vinkona Önnu Bjargar og kíki stundum á síðuna þína gegnum tengilinn hennar.
Mér finnst þetta líka flott! ;o)
SvaraEyðaMbk,
Arna Bergrún
GUÐ!!! Hvað þetta er FLOTT!!
SvaraEyðaþetta er alveg frábært hjá þér.
SvaraEyðaFlott síðan þín
Þetta er fallegt verk
SvaraEyða