Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 29. september 2009

Mjólk í mat - íslenskt og þjóðlegt


Þessa veggmynd saumaði ég fyrir 2-3 árum. Ég saumaði reyndar tvær, og gaf þær báðar, og er svo alltaf á leiðinni að sauma eina fyrir sjálfa mig. Á þeirri efri á ég bara eftir að setja krækiberin út á skyrið. Myndin er eftir Elínu Guðjónsdóttur á Þverlæk, og ég hef áður sýnt tvö verkefni eftir hana, sem ég hef saumað, en það voru epladúkurinn og "Vetur í bæ". Ég minnkaði munstrið niður í 70% af upphaflegri stærð, því það passaði betur því plássi sem þær voru ætlaðar. Ég hef alltaf verið hrifin af þjóðlegri handavinnu, og finnst aðdáunarvert þegar konur hanna þjóðleg verk fyrir bútasaum. Næst á dagskrá hjá mér er að sauma löber eftir Elínu, sem ber heitið "Íslenska rósin".



2 ummæli:

  1. Så fine veggbilder du har sydd! Ble veldig imponert over teppet med korsstingsbroderier i forrige innlegg også.Kan bare tenke meg hvor mye arbeid som ligger bak!!! Nå har jeg endelig lært meg å bruke et oversettingsprogram,så nå skjønner jeg jo mye mer av det du skriver :)
    Veldig koselig å se bilde av deg på bloggen også! Trivelig å se den en "snakker" med. Du ser ut som ei koselig dame :)

    SvaraEyða
  2. Þessi mynd er falleg eins og aðrar myndir eftir hana Elínu, ég kynntist henni á saumahelgi Bótar, hún er jafn indæl og verkin hennar eru falleg.

    SvaraEyða