Þessa veggmynd saumaði ég fyrir 2-3 árum. Ég saumaði reyndar tvær, og gaf þær báðar, og er svo alltaf á leiðinni að sauma eina fyrir sjálfa mig. Á þeirri efri á ég bara eftir að setja krækiberin út á skyrið. Myndin er eftir Elínu Guðjónsdóttur á Þverlæk, og ég hef áður sýnt tvö verkefni eftir hana, sem ég hef saumað, en það voru epladúkurinn og "Vetur í bæ". Ég minnkaði munstrið niður í 70% af upphaflegri stærð, því það passaði betur því plássi sem þær voru ætlaðar. Ég hef alltaf verið hrifin af þjóðlegri handavinnu, og finnst aðdáunarvert þegar konur hanna þjóðleg verk fyrir bútasaum. Næst á dagskrá hjá mér er að sauma löber eftir Elínu, sem ber heitið "Íslenska rósin".
Heildartala yfir síðuflettingar
þriðjudagur, 29. september 2009
Mjólk í mat - íslenskt og þjóðlegt
Þessa veggmynd saumaði ég fyrir 2-3 árum. Ég saumaði reyndar tvær, og gaf þær báðar, og er svo alltaf á leiðinni að sauma eina fyrir sjálfa mig. Á þeirri efri á ég bara eftir að setja krækiberin út á skyrið. Myndin er eftir Elínu Guðjónsdóttur á Þverlæk, og ég hef áður sýnt tvö verkefni eftir hana, sem ég hef saumað, en það voru epladúkurinn og "Vetur í bæ". Ég minnkaði munstrið niður í 70% af upphaflegri stærð, því það passaði betur því plássi sem þær voru ætlaðar. Ég hef alltaf verið hrifin af þjóðlegri handavinnu, og finnst aðdáunarvert þegar konur hanna þjóðleg verk fyrir bútasaum. Næst á dagskrá hjá mér er að sauma löber eftir Elínu, sem ber heitið "Íslenska rósin".
þriðjudagur, 22. september 2009
Bútaútsaumsmyndin
sunnudagur, 20. september 2009
Frjálsar nr. 7 og 8
Mig langar tila að þakka öllum þeim sem skrifa athugasemdir á bloggið mitt, bæði þeim sem ég þekki og líka þeim sem ég þekk ekki neitt, en hafa samt fyrir því að setja inn kveðju. Þegar ég uppgötvaði handavinnubloggin fannst mér ég græða svo mikið á þeim, að ég ákvað að vera með sjálf, alla vega í einhvern tíma. Þegar maður fær athugasemd, "komment", virkar það eins og vítamínsprauta, og maður ákveður að halda áfram eitthvað enn!
Takk!!!
laugardagur, 19. september 2009
Ungbarnagalli
Anna Björg var að prjóna ungbarnasett og setti það á síðuna sína í gær. Ég prjónaði sama sett fyrir tæpum tveimur árum á litla frænku mína, og má til með að setja það á síðuna núna til að sýna Önnu Björgu. Uppskriftin er í Lanettblaði nr.8 frá Tinnu.
mánudagur, 14. september 2009
sunnudagur, 13. september 2009
Herrasokkar
föstudagur, 11. september 2009
Bláa lopapeysan endurbætt
fimmtudagur, 10. september 2009
Sýna og segja frá
sunnudagur, 6. september 2009
Kennslu(konu)gögn
fimmtudagur, 3. september 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)