
Um tíma var ég áskrifandi að prufum af nýjum efnum hjá versluninni Bót á Selfossi. Þessar prufur urðu nokkuð drjúgar, og náði ég að gera þrjú verkefni úr þeim, þar á meðal þennan dúk.

Prufurnar urðu að 4 tommu ferningum, og enginn þeirra eins, oft sama munstur í mismunandi litum.

Myndirnar fyrir ásauminn fékk ég í EQ6 forritinu mínu.

Svona leit dúkurinn út í EQ6 forritinu, þegar ég var búin að hanna hann þar.
Það er synd að þú þurfir að vera að kenna þú ert svo mikill snillingur í höndunum og ættir að fá að sauma allan daginn. Þessi dúkur er tær snilld.
SvaraEyða