Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 8. mars 2009

Klukka

Þá er ég búin að prjóna léttlopaskokkinn, eða klukkuna.
Ég er af þeirri kynslóð sem klæddist klukku þegar hún var lítil. Það var prjónaður kjóll, til að hafa innan undir kjól eða pilsi.
Ég stillti mig um að kaupa svartan léttlopa eins og ég var fyrst að hugsa um, en tók bláan í staðinn. Svart er alltaf það sem mér dettur fyrst í hug. Blúndan neðst átti líka að vera í ljósari lit, en ég ákvað að einfalda útlitið og nota aðeins þrjá liti. Uppskriftin er úr blaðinu Lopi 27, sem Ístex gefur út.

1 ummæli:

  1. Vel heppnaður, lítur út fyrir að vera mjög léttur, hvenær á svo að mæta í honum í skólann?

    SvaraEyða