Nú er ég að sauma saman átta arma stjörnur. Þær eru 7 tommur að stærð saumaðar. Ég fann þær í EQ6 og prentaði út fyrir pappírssaum.
Ég ætla að byrja á að sauma 20 stykki. Núna er ég búin með 17, svo sé ég til hvort ég geri meira.
Grunninn hef ég ljósari en stjörnuna, en alls ekki mjög ljósan.
Auðvitað verða nokkrar rauðar með.
Hér er fyrirmyndin af teppinu. Hún er úr júlí/ágúst 2007 hefti af Fon´s and Porter´s Love of Quilting. Ég sé svo til hvernig ég útfæri það frekar.
Hæ hæ, þetta lofar góðu það verður spennandi að fylgjast með þessu. Varðandi litlu eplasneplana okkar Þóru þá var nú engin keppni í gangi enda vorum við að grauta í sameiginlegum sjóðum en svona bara svo þú vitir það á ég þennan til vinstri ;)
SvaraEyðaSå fine stjerner! Blir spennende å følge med på prosessen videre! Flott lue også. De er så artige å strikke i flerfarget garn.
SvaraEyðaGaman að detta inn á þessa síðu, búin að setja hana í favorite. Glæsileg handavinnan þín og takk fyrir að fá að skoða. Við eigum sömu áhugamál.
SvaraEyðaBútakveðja
Unnur Ósk