Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 16. mars 2009

Fitjað upp

Fyrir helgina fitjaði ég upp á peysu, því mig vantað eitthvað til að hafa á prjónunum. Þetta ætti að duga mér í nokkra daga, því ég á að prjóna 80 sentímetra slétt og brugðið á prjóna nr. 4, og það eru 162 lykkjur í umferðinni. Eins og ég er hrifin af rauðu, þá er ég afskaplega treg til að nota það í flíkur á sjálfa mig, svo nú ætla ég að ögra sjálfri mér.

1 ummæli: