
Ákvað að sýna núna veggteppi sem ég gerði fyrir tæpum 4 árum. Ég teiknaði það í EQ6 og saumaði með pappírssaumi.

Það er gert úr 6" blokkum, og utan um átti að vera kantur. Þá reyndist teppið of stórt, því ég saumaði það sérstaklega á háan vegg í svefnherberginu okkar, sem þá var nýtt. Ég var búin að sauma kantinn á, en spretti honum af og lét mjóa kantinn duga.

Regluleg munstur, þar sem sama munstrið þekur allan flötinn, höfða alltaf mest til mín, og svo finnst mér mest gaman af "scrappy" efnavali.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli