Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 7. febrúar 2009

Sumarmynd

Þessa veggmynd saumaði ég síðastliðið sumar.

Ég notaði bara afganga af árórugarni. Ég saumaði með varplegg, eða kontórsting, því þannig lærði ég að sauma þegar ég var stelpa. Þegar ég skoða svokallað "stitchery" á erlendum netsíðum er það svo til alltaf saumað með aftursting. Ég er farin að prófa það núna.
Munstrið fékk ég í áströlsku blaði sem ég keypti í Bót á Selfossi.

Margir blanda saman svona útsaum og bútasaum, og langar mig til að prófa það með rauðu og hvítu eingöngu. En stundum þegar ég sé "Redwork" teppi, þ.e. saumaðar myndir í miðju búts, rammaðar inn með rauðum og hvítum efnum, þá finnst mér efnin bera útsauminn ofurliði, og maður tekur ekkert eftir honum, sér bara bútasauminn. Svo er bara að sjá hvort mér tekst að gera þetta öðruvísi einhvern tímann.



1 ummæli:

  1. Sæl.
    Þessi strengur er mjög fallegur eins og annað sem þú gerir, sniðugt að nota áróra garnið sitt svona.
    Saumakveðjur, Anna.

    SvaraEyða