Þetta heimferðarsett prjónaði ég á lítinn frænda, son bróðurdóttur minnar, sem fæddist fyrir rúmum mánuði.
Uppskriftin af peysu, buxum, húfu og vettlingum er úr Klompelompe bókinni, þeirri fyrri, hjálmhúfan er úr Babystrikk på pinde 3, og hosurnar eru að grunninum til frá Prjónajónu, með smá breytingum.
Svo lét ég lestarsokkana fylgja með, því þeir eru svo krúttaðir á litlum fótum.
Garnið er Drops baby merino frá Gallery Spuna.
I have never seen such beautiful knitted baby clothing - those little pants are so neat and all the rest are too.
SvaraEyðaGlæsileg handavinna hjá þér
SvaraEyða