Ég hendi engum afgöngum, tími því ekki, og á þess vegna smáafganga frá síðustu þrjátíu árum.
Ég hef reyndar tekið mig til áður og gert teppi úr örsmáum afgöngum, sem ég hef ekki sett hér inn.
En stundum langar mig bara til að sauma eitthvað, þannig að ég opnaði "ruslaboxið" og skar niður litla ferninga þar sem það var hægt, og saumaði saman í blokkir. Þær lágu svo uppi á hillu í marga mánuði.
Þá ákvað ég að setja þær saman í þetta litla teppi.
Rauða efnið á milli blokkanna og bláa efnið í kring eru afgangsræmur úr teppi sem mamma saumaði.
Kanturinn er samsettur úr smáræmum líka.
Ég fæ mest út úr því að sauma og prjóna úr afgöngum, að láta ekkert verða að einhverju.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli