Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 5. maí 2013

Applíkeraðir púðar

Bóndi minn bað mig um að sauma púða fyrir húsbílinn okkar, sem ég gerði með gleði. Snið af þessum fékk ég í æðislega fallegri bók, Country Cottage Quilting, sem vinkona mín gaf mér í fyrra. Bókin er eftir Lynnette Anderson.

Hinn púðinn er úr Simple Traditions eftir Kim Diehl, sem gefur líka út mjög fallegar bækur. Ég notaði aðferð hennar við að applíkera, en hún notar "freezer" pappír, og sikk sakkar myndirnar á með glærum tvinna. Þetta hentaði mér ágætlega, ég er aðeins að reyna að finna mína aðferð við að applíkera í vél.

Svo lokaði ég bakinu með rennilás, hef ekki gert það fyrr, en það er fín aðferð.

Og nú eru púðarnir komnir á sinn stað í húsbílnum, og bíða næstu ferðar. Nú langar mig að sauma dúk á borðið.

 

6 ummæli:

  1. Ofboðslega fallegir púðar.

    SvaraEyða
  2. Æðislegir púðar Hellen, ég er svakalega hrifin af bæði Kim Diehl og Lynnette Andersen :)
    Öfunda þig af húsbílnum, hlakka til að sjá mynd af dúk í stíl ;)

    SvaraEyða
  3. Så nydelige disse putene dine ble da. Helt herlige. Skal si du er flink.
    Klem

    SvaraEyða
  4. Flottir púðar hjá þér ég heiti Sigrún Sól og er alveg forfallin´bútasaumskona ég á heima í Belgsholti Hvalfjarðarsveit og er í hóp sem heitir skraddaralýs 123.is/skraddaralys þetta er heimasíðan okkar Gaman að fylgjast með þér og sjá hvað þú hefur verið að gera kær kveðja Sigrún Sól

    SvaraEyða
  5. very nice colorful applique you have on these pillows.

    SvaraEyða