Núna í júní prjónaði ég afgangateppi eins og þeir Arne&Carlos gera í bókinni Litríkar lykkjur úr garðinum.
Ég átti haug af smárestum af garni, flest áratuga gamalt, sem var ekki hægt að gera neitt með. Þó var ég búin að saxa aðeins á hann með teppinu sem glittir aðeins í í síðustu færslu.
Það er svo gott fyrir sálina að hreinsa svona upp. Ég fitjaði upp 250 lykkjur, og prjónaði svo þar til garnið var svo til uppurið. Ég skipti bara um lit þegar endinn var búinn. Teppið varð tæplega 2 metra langt. Grófleikinn var mismunandi, og stundum prjónaði ég úr tvöföldu.
Það þarf svona snillinga til að benda manni á svona einfalda hluti.
Det blei utruleg fint!!!
SvaraEyðaÞetta er alveg frábært teppi og eins og þú segir það er svo gaman að vinna upp úr afgöngum. Púðinn þinn á síðustu færslu er rosa flottur, ég gerði minn úr 7 bræðrum frá Handprjón.is sem skiptir litum og það kom mjög vel út.
SvaraEyðaBk Edda Soffia
Ég held að ég sé búin að skoða teppið svona sirka tuttugu sinnum í dag! Ég held að ég gæti ekki gert svona flott þó ég hefði allan heimsins tíma, mig vantar hæfileikann til að raða litunum svona fallega.
SvaraEyðaYndislega fallegt og frábær hugmynd fyrir afgangana. Hvaða prjónastærð varstu með ?
SvaraEyðaKv. Björg
Þakka þér fyrir, Björg! Prjónarnir voru nr. 3,5.
SvaraEyðaÞetta kemur ljómandi vel út. Virkilega fallegt teppi.
SvaraEyðaVá þetta er æðislegt!!! Á maður kannski að fjárfesta í bókinni? :) - og hætta að gea alla afganga í skólann hjá krökkunum? :)
SvaraEyða