Það eru margir mánuðir síðan ég prjónaði þessa peysu. Ég hef bara hvorki komið því í verk að nota hana eða sýna hana hér á blogginu. Garnið sem ég notaði heitir Rasmilla's yndlingsgarn 1 og fæst í garnbúð Gauju. Í því er 55% lambsull og 45% bómull. Þetta garn prjónast alveg óskaplega vel, og liggur alveg slétt í lykkjunum að loknu prjóni. Það lá við að óþarft væri að bleyta hana og leggja, en ég gerði það samt til að festa niður brotin í vösunum.
Uppskriftin heitir Still Light og fæst á Ravelry.
what a pretty sweater - you always turn out such beautiful knitted wear.
SvaraEyðaDenne var lekker! Fin fasong. En slik kunne jeg tenkt meg, så kanskje jeg må se på oppskrifta etter hvert :-). Men akkurat nå har jeg flere strikkeoppdrag til andre.
SvaraEyðaTakk for koselig hilsen på bloggen!
Den ser veldig fin ut til deg!!
SvaraEyðaÞað verður allt svo fallegt í þínum (prjóna)höndum.
SvaraEyða